Niconovum er sænskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2000 af Karl Olov Fagerström, sérfræðingi í reykleysismeðferð. Niconovum framleiðir nikótínlyf undir nafninu Zonnic.
Markmið Niconovum er að vera leiðandi fyrirtæki í heiminum í lausnum sem hjálpa fólki að hætta eða draga úr reykingum. Niconovum telur að nikótínlyf þurfi að vera auðfáanleg, auðveld í notkun, bragðgóð, skjótvirk og á góðu verði. Niconovum voru fyrstir í heimi til að þróa nikótínpúða sem nikótínlyf.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur um Zonnic er þér velkomið að hafa samband við umboðsaðila Zonnic á Íslandi með tölvupósti á lyfis@lyfis.is.