- Inniheldur nikótín
- Hver úði inniheldur 1 mg af nikótini
- Inniheldur náttúrulega piparmintu
- Virkar á einni mínútu
- Lipur úðastútur og einfaldur í notkun
- Þú úðar ekki beint inn í munninn, heldur á milli kinnar og tanna með úðastútinum og dregur þannig úr ertingu og eykur áhrifin
- Hver úðaskammtur er ódýr kostur
- Þægilegt er að geta valið á milli eins eða tveggja úðaskammta
- Góður valkostur fyrir fólk með viðkvæmar tennur eða sem á erfitt með að tyggja
- Þægilegt að grípa með sér
- Hagkvæm tvöföld pakkning (2×200) fáanleg
Hvert glas inniheldur 200 úðaskammta.
Byrjaðu á því að kaupa einföldu pakkninguna til að prófa hvort nikótín munnholsúði henti þér. Zonnic munnholsúðinn er einnig til í tvöfaldri pakkningu (2 x 200 úðaskammtar), sem er hagkvæmara. Fyrir utan þetta hagkvæma verð þá hefur tvöföld pakkning þann kost í för með sér að Zonnic er alltaf við höndina. Prófaðu að hafa annan Zonnic munnholsúðann heima og hinn í vinnunni?
1. Beindu stútnum til hliðar. Úðaðu á milli tanna og kinnar.
2. Einn skammtur (1-2 úðar) dugar yfirleitt þegar þú finnur fyrir reykingalöngun. Prófaðu þig áfram og finndu þína skammtastærð. Ekki má nota fleiri en 64 úðaskammta á dag.
3. Þú getur einnig notað nikótín munnholsúða í kringumstæðum þegar ekki er viðeigandi að reykja. Mundu að sérhver sígaretta sem þú sleppir er sigur!
Gættu þess að lesa fylgiseðilinn til að fá fullnægjandi upplýsingar um hvernig nota á Zonnic munnholsúða.
Taktu stjórn með Zonnic munnholsúða
Reykingar eru oft óboðinn gestur. Þær taka sjaldan mið af aðstæðum þínum eða þörfum þínum. Með Zonnic munnholsúða berst þú við löngunina til að reykja á hraðan, áhrifaríkan og nærgætinn hátt og getur þannig náð stjórn á þér og helgað þig því sem þú vilt og þarft að gera. Og úðinn bragðast mjög vel!
Zonnic munnholsúðinn er auðveldur í notkun. Þegar þú finnur fyrir löngun til að reykja tekur þú upp handhægu úðaflöskuna, setur úðastútinn á milli tanna og kinnar og úðar einu sinni eða tvisvar. Innan nokkurra mínútna muntu finna hvernig reykingalöngunin minnkar. Veldu á milli einfaldrar pakkningar með 200 úðum eða tvöfaldrar með 400 (2×200) úðum. Gott er að byrja á lítilli pakkningu til að sjá hvort hún henti þínum þörfum.