Zonnic munnholsúði
Vilt þú hætta að reykja? Löngunin til að reykja tekur ekki tillit til aðstæðna þinna og stundum getur þú fundið fyrir mikilli nikótín þörf í aðstæðum þar sem þú getur ekki reykt eða þar sem reykingar eru bannaðar. Þegar reykingalöngunin kemur vill maður hafa skilvirkt ráð við höndina sem virkar hratt og örugglega. Með Zonnic munnholsúða finnur þú virkni á einni mínútu. Það er auðvelt að nota munnholsúðann, hann er með fersku piparmintubragði og það er ofur einfalt að hafa hann með sér. Eftir einn til tvo úða ert þú aftur komin/n með stjórn á nikótín þörfinni og getur einbeitt þér aftur að því sem þú varst að gera.
Bragðgott og virkar hratt
Margir kjósa nikótín munnholsúða frekar en önnur nikótínlyf og það er auðvelt að skilja af hverju. Hann er auðveldur í notkun og áhrifin koma strax fram. Þú getur valið á milli tveggja pakkningastærða – önnur er með 200 úðaskömmtum og hin með 2×200 úðaskömmtum þ.e. tveimur úðaglösum í pakka. Gott er að byrja á því að kaupa einföldu pakkninguna til þess að prófa hvort nikótín munnholsúði sé eitthvað sem hentar þér. Tvöfalda pakkningin (2 x 200 úðaskammtar) er hagkvæmari valkostur. Þegar þú kaupir tvöfalda pakkningu getur verið hentugt að hafa annað úðaglasið við höndina og hitt t.d. í vinnunni. Venjulega er nóg að úða einu sinni til tvisvar í senn til að vera laus við mestu löngunina í að reykja. Prófaðu þig áfram til að finna út hvað þú þarft marga úðaskammta á dag og hvað hentar þér og þínum þörfum best. Hafðu í huga að nota ekki fleiri en 64 úðaskammta á dag.
Hvernig á að nota Zonnic munnholsúða?
Úðastúturinn er lipur og sérhannaður til að auðvelda notkunina. Þegar þú finnur fyrir löngun í að reykja tekur þú fram munnholsúðann, snýrð stútnum og beinir honum á milli kinnar og tanna. Úðar síðan einu sinni til tvisvar og það líður um ein mínúta þar til fráhvarfseinkenni hverfa og löngunin í reykingar minnkar. Stór kostur þessa sérhannaða úðastúts er að þú stjórnar algjörlega í hvaða átt þú úðar. Þannig minnkar hættan á að úða nikótíni í hálsinn og niður í maga. Slíkt getur verið óþægilegt auk þess sem það dregur úr áhrifum úðaskammtsins.
Skilvirk aðstoð við að hætta að reykja
Mundu að Zonnic munnholsúðinn er einnig góð leið, ef þú vilt einungis minnka fjölda sígaretta sem þú reykir á degi hverjum. Þú getur sem sagt notað úðann til að vera laus við löngunina í sígarettu – hver einasta sígaretta sem þú sleppir felur í sér stóran ávinning fyrir þig og þína heilsu. Hefur þú áhuga á því að prófa Zonnic munnholsúðann til að hjálpa þér að hætta að reykja eða til að geta smám saman dregið úr daglegum fjölda sígaretta? Þú færð Zonnic munnholsúðann í apótekum án lyfseðils. Ekki gleyma því að Zonnic munnholsúði er nikótínlyf. Þess vegna nærð þú betri árangri ef þú fylgir leiðbeiningunum. Gættu þess alltaf að lesa fylgiseðilinn áður en þú notar nikótín munnholsúða eða aðrar samsvarandi vörur.