Líkami sem er vanur tóbaki og nikótíni en fær skyndilega ekki lengur þann skammt sem hann er vanur að fá getur brugðist við á mismunandi vegu. Það fylgja því einfaldlega fráhvarfseinkenni að hætta að reykja. Á heildina litið er að sjálfsögðu einungis jákvætt að losna við sígarettur og munntóbak og til lengri tíma litið verður líkaminn bæði heilbrigðari og orkumeiri.
Jafnvel þó fráhvarfseinkennin séu stóri, erfiði hlutinn þá skaltu ekki gleyma því að hafa í huga öll jákvæðu atriðin sem þú getur upplifað sem reyklaus einstaklingur. 👍
Snemmbær áhrif (innan eins sólarhrings frá síðustu sígarettunni)
Langtímaáhrif:
Því lengur sem þú ert án reykinga, því fleiri jákvæð áhrif koma í ljós. Hættan á krabbameini minnkar um helming eftir fimm ár og eftir sama tíma er hættan á því að fá hjartaáfall eða slag u.þ.b. sú sama og hjá manneskju sem aldrei hefur reykt.
Lestu meiraEftir aðeins 20 mínútur lækkar blóðþrýstingurinn og púlsinn fer aftur í eðlilegt horf. Með öðrum orðum, það tekur ekki lengri tíma en að fara út með hundinn. Er það ekki stórkostlegt?
Kolmónoxíð þvingar súrefni út úr blóðinu þannig að vöðvar og heili fá ekki nægjanlegt súrefni. Á um það bil einum virkum degi hefur líkamanum tekist að hreinsa út helminginn af öllum eitruðum lofttegundum og kolmónoxíði úr blóðinu. Er ekki gott að losna við það? 😊
Líkaminn hefur náð að hreinsa út allt kolmónoxíð úr líkamanum! Þannig að eftir aðeins 12 klukkustundir hefur þú nú þegar bætt heilsu þína umtalsvert. Vel gert! 👏
Það tekur ekki langan tíma að sjá umtalsverð jákvæð áhrif af því að hætta að reykja. Hættan á að þú fáir hjartaáfall minnkar nú þegar eftir aðeins einn dag. ♥ Áhætta sem mun halda áfram að minnka í framtíðinni meðan að þú ert reyklaus.
Þú munt einnig upplifa fráhvarfseinkenni. Kvíði, svimi, hungur, þreytu og höfuðverkur eru algeng fráhvarfseinkenni. Það er ekki auðvelt! Þú getur fundið ráð um aðferðir til að takast á við vandamál með fráhvarfseinkenni hér.
Ef þú hefur reykt lengi, þá gætir þú hafa gleymt hversu vel uppáhalds maturinn þinn bragðast. Reykingar valda því að bragð- og lyktarskyn minnkar, en eftir aðeins tvo daga án sígaretta lagast þessi skynfæri. Dekraðu því við þig með einhverju góðu. 🥗 Það mun bragðast betur!
Nú fer að verða auðveldara að anda þar sem lungnagetan eykst þegar lungun slaka á og fara að opnast. Þú munt nú finna fyrir því að það er auðveldara að æfa. Því ekki að fara í góðan göngutúr og fagna þremur reyklausum dögum?
Líkamanum líður miklu betur núna en umfram allt hefurðu líka náð mikilvægum áfanga! Ef þú hefur náð einni viku án þess að reykja, þá eru líkurnar á að þér takist að hætta alveg 9 sinnum meiri. Áfram þú! 🎆
Nú er auðveldara að anda, auðveldara að ganga og auðveldara að hreyfa sig. Sem sagt, öll hreyfing er nú auðveldari – eftir tvær reyklausar vikur hefur lungnageta þín aukist umtalsvert. Nú geturðu virkilega upplifað að almenn heilsa þín hefur batnað. 💃
Bifhárin í lungunum veikjast af reykingum en hafa nú smám saman farið að vaxa aftur. Bifhárin vernda þig gegn vírusum og bakteríusýkingum, auk þess sem þau hjálpa einnig til við að fjarlægja umframslím í lungunum. Ef þú hóstar upp miklu slími eins og er, þá er þetta ástæðan – en þetta er jákvætt! Lungun lækna sig sjálf.
Með hverjum degi sem líður halda lungun áfram að ná sér og blóðflæðið batnar. Hættan á hjartaáfalli hefur minnkað umtalsvert frá því þú reyktir síðustu sígarettuna. Stórkostlegt!
Eftir 9 mánuði sem reyklaus hefur hættan á lungnasýkingum minnkað verulega. Bifhárin hafa nú vaxið aftur að fullu og lungunum líður betur en þeim hefur liðið lengi.
Já! Hættan á að fá hjartaáfall hefur nú minnkað um helming. Best af öllu er að áhættan mun halda áfram að minnka með tímanum.
Já, það er satt! Hættan á að þú fáir hjartaáfall er nú sú sama og hjá þeim sem aldrei hafa reykt.
Einnig er hættan á að fá leghálskrabbamein núna álíka lítil og ef þú hefðir aldrei reykt. Einnig minnkar hættan á að þú fáir slag. Það er gott að vita það!
Þegar þú hefur verið reyklaus í 10 ár er hættan á að fá lungnakrabbamein sú sama og ef þú hefðir aldrei kveikt í fyrstu sígarettunni. Er það ekki frábært? Þú hefur einnig dregið úr hættu á að fá aðrar tegundir krabbameins, svo sem krabbamein í munni, krabbamein í vélinda, krabbamein í þvagblöðru, krabbamein í nýrum eða krabbamein í brisi.
Hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er nú sú sama og ef þú hefðir aldrei reykt!
Hættan á að deyja úr sjúkdómum tengdum reykingum er nú sú sama og ef þú hefðir aldrei reykt eina einustu sígarettu á ævinni! Loksins! Sigur!
Meira um að hætta að reykja