Að hætta að nota munntóbak – svona meðhöndlar þú fráhvarfseinkennin

Að leggja munntóbakið á hilluna felur í sér stórt skref í átt að heilbrigðara lífi. En það er ekki alveg svo einfalt að taka þetta skref. Til þess að þú getir lifað nikótínlausu lífi þarftu fyrst að ganga í gegnum erfitt tímabil með fráhvarfseinkennum og það er ekki hægt að stytta sér leið. Fráhvarfseinkennin eru erfið og streituvaldandi en það er hægt að meðhöndla þau og sigrast á þeim. Með snjöllum aðferðum, jákvæðum hugsunum og smá viljastyrk getur þú orðið laus við munntóbakið. Líkami þinn og hugur munu þakka þér fyrir viðleitni þína!


 

Fráhvarfseinkenni af því að hætta að nota munntóbak


Hversu lengi varir fráhvarfið þegar hætt er að nota munntóbak?

Hve lengi þú þarft að berjast við fráhvarfseinkenni er einstaklingsbundið. Það fer fyrst og fremst eftir því hversu mikið og hversu lengi þú hefur notað munntóbak. Því meiri sem munntóbaksnotkunin var, því meiri líkur eru á að þú finnir fyrir erfiðum fráhvarfseinkennum.

Á sama tíma er mikilvægt að muna að fráhvarfseinkennin eru tímabundin og líða hjá – þau eru erfið en þau taka enda!

Fyrsta vikan eftir að munntóbaksnotkun er hætt er venjulega erfiðust og sá tími þegar löngunin í nikótín er  mest. Það er ekkert skrýtið – líkaminn hefur verið háður nikótíni lengi og þegar þú mætir ekki fíkninni lengur byrjar líkaminn að mótmæla.

Algeng fráhvarfseinkenni geta verið

  • Mikil löngun í nikótín
  • Pirringur, reiði, depurð – auknar skapsveiflur
  • Höfuðverkur
  • Ógleði
  • Svimi – blóðþrýstingurinn lækkar eftir að hafa hækkað vegna notkunar nikótíns.
  • Þreyta
  • Löngun í sætindi og svengd

Hver fráhvarfseinkennin eru og hversu mikil þau eru fer eftir því hversu mikið maður er háður nikótíni. Fyrir suma er þetta vissulega prófraun á meðan aðrir finna aðeins fyrir vægum einkennum.

Fyrir þann sem upplifir mikla vanlíðan vegna nikótínfráhvarfs getur vissulega verið erfitt að viðhalda ásetningnum: Er það virkilega þess virði að hætta að nota munntóbak þegar mér líður svona illa?

Svarið við þeirri spurningu er já – það að losna við nikótínfíknina er frábær gjöf að gefa sjálfum sér. Það bætir heilsuna, skapið og dregur úr líkum á mörgum sjúkdómum.

Hlutir sem þarf að hafa í huga þegar þú vilt losna undan fíkninni

Fráhvarfseinkenni geta verið mismunandi og ólík milli einstaklinga. Það er að miklu leyti tengt því hversu mikil fíkn einstaklings er og hversu mikið og hversu lengi þú hefur notað munntóbak. En flestir sem draga úr munntóbaksnotkun eða hætta alveg finna fyrir einhvers konar fráhvarfseinkennum og fyrir marga er þetta mjög erfiður tími. Nikótínbindindi leiðir oft til bakslags.

Þegar þú upplifir fráhvarfseinkenni tengd nikótínbindindi er gott að hugsa um:

  • Fráhvarfseinkennin eru tímabundin. Jafnvel þó að þetta sé erfitt, reyndu að muna að það er tímabil sem mun líða hjá. Rétt eins og líkaminn hefur einu sinni vanist nikótíni, mun hann venjast því að hafa það ekki. Vertu sterk(ur) – þetta mun lagast!
  • Þú getur minnkað fráhvarfseinkennin. Hreyfing er góð leið til að draga úr lönguninni í munntóbak og hvetja þig áfram. Slökunaræfingar eru annað ráð. Heilbrigt og gott mataræði er þriðja ráðið. Mikilvægast er að finna eitthvað sem hentar þér.
  • Lærðu af reynslu annarra. Fyrrum munntóbaksnotendur í þínu nærumhverfi búa yfir ómetanlegri þekkingu og hafa mikinn skilning á aðstæðum þínum. Hugsaðu um ráð þeirra og hvatningu!

Að hætta að nota munntóbak – fráhvarfseinkenni frá degi til dags

Fráhvarfseinkenni eru bæði líkamleg og andleg. Hvor þeirra eru verri getur verið mismunandi eftir tímasetningu og einstaklingum. Báðar tegundir einkenna geta þó verið erfið.

  • Fyrsti dagurinn

Fráhvarfseinkennin eru oftast mest rétt eftir að munntóbaksnotkun er hætt. Nikótínlöngunin er mest þegar þú færð ekki lengur þann skammt sem líkaminn er vanur að fá. Þú finnur líklega fyrir líkamlegum fráhvarfseinkennum á borð við svima, ógleði, þreytu o.s.frv.

  • Þriðji dagurinn

Á þessum tímapunkti upplifa margir að löngunin í nikótín sé alveg að fara með þá. Ef maður þolir þennan topp fráhvarfseinkenna verður lífið einfaldara strax eftir örfáa daga.

  • Einum mánuði eftir að hafa hætt munntóbaksnotkun

Líkaminn hefur vissulega vanið sig á að vera án nikótíns en nikótínlöngunin getur komið upp við og við þótt alltaf verði lengra og lengra á milli.

Því lengur sem þú þolir við, því auðveldara verður þetta og líf án tóbaks verður hið nýja viðmið.

Triggerar og sérstakar aðstæður

Hjá mörgum sem hafa notað munntóbak lengi þá er það mikið í kringum nikótínskammtinn í hverjum púða sem veldur því að þú ert háð/ur efninu. Það þýðir að ávaninn hefur marga andlega þætti sem spila einnig inn í dæmið. Þetta geta til dæmis verið sérstakar aðstæður, uppákomur og hversdagsaðstæður sem þú tengir við að nota munntóbak – án þess að þetta hafi nokkuð með líkamlega löngun í nikótín að gera.

Kannski finnst þér þú þurfa að nota munntóbak með morgunkaffinu? Fá þér tóbak eftir hádegismatinn? Fá munntóbak til að komast í gegnum ákveðnar aðstæður í vinnunni? Flestir sem fá sér munntóbak eru með aðstæður þar sem þeir „verða að fá sér munntóbak.“ Jafnvel þótt þú hafir losnað við líkamlega löngun í nikótín, þá geta þessar aðstæður sett af stað löngun í tóbak.

Reyndu að forðast staði og venjur sem þú tengir við munntóbak eins mikið og mögulegt er– eða prófaðu að skipta munntóbakinu út fyrir eitthvað annað. Fáðu þér ávöxt í staðinn fyrir munntóbak. Farðu í gönguferð í stað þess að fá þér munntóbak eftir máltíð. Það góða við venjur og vana er að það er hægt að skapa nýjar heilbrigðar venjur!

Ráð – góð ráð sem auðvelda þér lífið

Ef þú hefur skýra áætlun verður auðveldara að höndla fráhvarfseinkenni og halda þér frá munntóbaki.

  • Skrifaðu niður ástæður þess að þú ættir að hætta að nota nikótín

Hvað liggur að baki ákvörðun þinni um að hætta að nota munntóbak? Er það vegna heilsunnar? Viltu spara peninga? Óháð því hverjar ástæðurnar eru getur verið gott að skrifa þær niður og búa til lista. Ef þú gengur í gegnum mjög erfitt tímabil fráhvarfseinkenna getur listinn raunar styrkt ásetning þinn og hjálpað þér að þola þetta tímabil.

  • Fagnaðu hverjum áfanga

Sérhver dagur sem þér tekst að vera laus við nikótín er áfangi sem á skilið umbun. Umbunaðu sjálfum þér fyrir hvert skref fram á við – finndu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt eða fáðu þér eitthvað gott. Þú stendur þig vel og átt hrós skilið! Vertu með gott fólk í kringum þig

  • Hafðu gott fólk í kringum þig til að styðja þig

Hafðu gott fólk í kringum þig sem getur verið eins og klettur og veitt þér andlegan stuðning á vegferð þinni í átt að tóbaksleysi. Vinir og fjölskylda ættu að skilja baráttu þína og veita þér hvatningu á leiðinni. Fáðu endilega stuðning frá fólki sem hefur gengið í gegnum það sama. Það veit hvað þú ert að takast á við og getur deilt reynslu sinni og ráðleggingum.