Zonnic
Nikótínúði
Nikótínúði
Hvaða nikótínlyf hentar þér best?
Það er erfitt að hætta að reykja. Þess vegna er mjög mikilvægt að fá alla þá hjálp sem er í boði. Það getur skipt máli hvaða nikótínlyf þú velur til að hjálpa þér að hætta að reykja svo þú náir sem bestum árangri. Þegar um er að ræða nikótínlyf til að hætta að reykja, þá gildir um þær eins og annað í lífinu – það er ekki til ein ákveðin vara sem hentar öllum.
Sjáðu hvað gerist í líkamanum þegar þú hættir að reykja!
Líkaminn þinn byrjar strax að jafna sig! Hér getur þú séð hvað gerist í líkamanum eftir örfáar klukkustundir og þar til þú hefur verið reyklaus í mörg ár.
Hvað gerist í líkamanum þegar þú hættir að reykja?Zonnic munnholsúðinn fæst í næsta apóteki. Þú finnur einnig Zonnic í netverslunum apóteka.
Zonnic nikótínmunnholsúðinn sem er með sérhannaðan úðastút, er úðað á milli kinnar og tanna. Þú gætir fundið fyrir smá brunatilfinningu þegar þú kyngir nikótíni, en það er algjörlega skaðlaust. Það er ekkert hættulegt að kyngja Zonnic vörunum. Upptaka nikótíns í maganum er minni en í munnholinu og þess vegna skilar slíkt ekki jafn góðum árangri. Gættu þess að lesa alltaf fylgiseðilinn fyrir notkun. Konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti eiga ekki að nota Zonnic nema þær séu mjög háðar nikótíni og þá samkvæmt ráðleggingum læknis.
Zonnic vörurnar virka bæði fyrir þá sem vilja alveg hætta að reykja og fyrir þá sem vilja einungis byrja á því að draga úr þeim fjölda sígaretta sem reyktar eru á degi hverjum. Stóri kosturinn við að nota nikótínlyf er að þú færð nikótínið en sleppur við öll hin skaðlegu efnin sem eru í tóbaki. Með nikótínlyfjum færð þú hjálp gegn fráhvarfseinkennum sem geta komið þegar þú hættir að reykja. Mundu að sérhver sígaretta sem þú sleppir er sigur og eitthvað sem þú getur verið virkilega stolt/ur af!
Til eru ólíkar vörur til að hjálpa fólki að hætta að reykja og getur því verið erfitt að vita nákvæmlega hvað hentar þér í átt að síðustu sígarettunni. Sumum finnst munnsogstöflur vera fullkominn valkostur, á meðan öðrum finnst þægilegra að nota nokkra úðaskammta af nikótín munnholsúðanum. Mikilvægast er að vita að vöruúrval nikótínlyfja er fjölbreytt og því auðvelt að finna nikótínlyf sem hentar þér.
Við höfum safnað saman góðum ráðum og upplýsingum um aðferðir til að hætta að reykja, hætta að nota munntóbak og hvernig meðhöndla skuli nikótínfráhvarf þannig að þú aukir líkurnar á að þú náir að hætta að reykja. Við fjöllum enn fremur um það hvernig þú getur hvatt sjálfa/n þig áfram og haldið hvatningunni virkri allan tímann á vegferð þinni að tóbakslausu lífi. Við erum hér til staðar fyrir þig og hjálpum þér að sigrast á reyknum – hugsaðu bara um eina sígarettu í einu!
Zonnic nikótínlyf fást án lyfseðils í næsta apóteki. Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að lyfin hafi áhrif gegn fráhvarfseinkennum og dragi úr reykingarlöngun. Þau eru öruggur valkostur sem er viðurkenndur af Lyfjastofnun.